Jarðvísindi

Við í 6. bekk vorum í jarðvísindi. Við áttum að velja okkur eitthvern til að vinna með og áttumsíðan að fræðast um eitt íslenskt eldfjall. Við Villi unnum saman og völdum okkur eldfjallið Heklu til að fræðast um. Við settum allar upplýsingarnar sem við fundum um Heklu inn á powerpoint og kynntum það síðan fyrir hópnum

Mér fannst þetta vera ágætt verkefniWink

 Hér verkefnið okkar.


Val með 5. og 6. bekk

Við í 5. og 6. bekk vorum í hringekju saman. Ég byrjaði hjá Auði þar lærðum við um Martein Lúther King. Ég fór síðan til Önnu þar lærðum við Gandhi. Svo fór ég til Helgu þar lærðum við um Egyptaland. Eftir það fór ég til Elín Rós þar lærðum við um tónlist. Svo fór ég til Björgu og lærði við um Kína. Síðast fór ég til Svövu þar fræddumst við um dýrin.

Martin  luther king


Norðurlöndin

Ég var að læra um Norðurlöndin. Við áttum að velja okkur eitt land til að fræðast um og var okkur skipt í hópa ég lenti með einum strák og einni stelpu. Við vorum með Danmörku og fræddist ég almennt um Danmörku eins og veðurfar ofl. Mér gekk ekki mjög vel að kynna Danmörku. Eftir þetta mátti ég velja eitt land tila ð skrifa um, ég mátti ráða hvort ég mindi setja það á pwerpoint eða movie maker. Ég valdi mér Noreg og bjó til power point glærur.

Hér sjáið þið afrakstur vinnu minnar


Þemavika 16-20 mars 09!

Við vorum í þema viku það vara mjög skemmtilegt því við vorum að læra um heimsálfurnar. Þær eru Asía, Suður - og Norður - Ameríka, Afríka og Ástralía. Mér fannst skemmtilegast í Norður - Ameríku því við fórum í hafnabolta sem við áttum að kasta hlaupa og slá.Svo bjuggum við líka til dream catcher sem Indíánar trúðu á að myndi ná öllum martröðum. Það var líka gaman í Ástralíu því þar vorum  við að gera búmerang sem er veiði vopn Ástrala. Það var líka gaman í Afríku því við fengum að klæða okkur í afrísk föt sem heita kanga. Mér fannst áhugaverðast í Afríku að fræðast um að jörðin er með fullt af gulli og verðmætum en samt er þjóðin svo fátæk. Í Ástralíu eru Kengúrur og Koala birnir. Það var líka áhugavert í Asíu því þar eru panda birnir. Í Asíu vorum við að læra um Kína þar gerðum við kínverska tónlist og pappírs brot frá Thailandi. Í Suður Ameríku gerðu við myndir af verkum Inka. Inkar eru Indíánar sem trúðu á sólargauðin Inti. Við gerðum líka vina bönd sem eru gerð eftir gomlum vefnaði frá Perú.


Snorra leikrit

Við vorum að gera leikrit um Snorra sögu. Það var ekki einu sinni erfitt hehe . Alla veganna við æfðum það mjög mikið. Ég var að gera leik munina til dæmis gömul blöð, vopn, skildi og margt fleira. Og síðan sýndum við 1, 2, 3 bekk og svo foreldrunum um kvöldið. við þurftum að gera stríð og blóta hrikalega mikið. þannig var Snorra leikritið


Egla

Við í 6.bekk vorum að gera verkefni í sögu Egils Skalla-Grímsson. Fyrst fórum við til Borgarfjarðar í byrjun á söguslóðir Egils Skallagrímssonar, þar fórum við á landnáms slóðir Egils Skalla-Grímssonar. Við lásum bókina og gera spurningu. Svo máttum við ráða eitthvað til að skrifa í sambandi við Eglu. Ég valdi mér að skrifa um ástarbréf til Ásgerðar og lýsa hvernig hildur hataði Egil. Svo máttum við líka gera hópverkefni ég og Kristbjörg vorum í víkingaútvarpinu en síðan gerði ég Disney leikföng.

 


það mæltir mín móðir

Ég var að gera myndband úr bókini Eglu. Ég setti myndbandið in á youtube. Það er hægt að finna myndbandið mitt inn á youtube með því að leita að thad maeltir min modir.


íslenska

Ég var að læra um hvali í íslensku við byrjuðum á því að lesa okkur til um í Spendýrabókinni. Í ritgerðinni átti að vera almennt um hvali, skíðishvalir og tannhvali og um einn hval.

Ég valdi mér hrefnu en ég vildi svo ekki að skrifa um hana svo ég valdi mér háhyrning.

Ég lærði að háhyrningar eru grimmustu hvalir heims. Mér fannst erfiðast að skrifa ritgerðina. 

Ég vann vel í hvalavinnunni og fannst þessi vinna alveg rosalega skemmtileg.


« Fyrri síða

Höfundur

Alexander Stefánsson
Alexander Stefánsson
Hææj ég heiti Alexander. Ég er í ölduselsskóla. Ég er 11 ára gamall.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband